KIMONO KIMONO KIMONO!

Lærðu að sauma kimono á einfaldan og fljótlegan hátt. Ekkert snið, aðeins klippt og saumað.
Í fyrstu verða þessar tvær dagsetningar í boði og er pláss fyrir 2 einstaklinga á hverju námskeiði.
14. feb – kl. 10-13
27. feb – kl. 13:30-16:30
Komið er með efni að eigin vali og fást allar upplýsingar um það við skráningu. Endilega munið að setja inn tölvupóstfang svo hægt sé að koma upplýsingunum áleiðis.
Verð: 8500 kr.-
Skráning: https://rosenborg.felog.is/
Share

Örnámskeið í febrúar

þá er nóg að mæta bara á staðinn

og eiga notalega stund við skemmtilega iðju .

Kennt 19:30 – 21:30

Verð 4900 krónur.

Mánudaginn 6 febrúar = Kaðlaprjón og Skiltagerð.

Mánudaginn 13 febrúar = Spónlagning.

Mánudaginn 20 febrúar = Horn í horn hekl.

Mánudaginn 27 febrúar = Skiltagerð.

Hlökkum til að sjá sem flesta

Starfsfólk Punktsins

 

Share

 

Húsgagnaviðgerðir – Dagnámskeið.
Áttu gamla mublu sem þig langar til að hressa upp á? Á þessu námskeiði gefst þér tækifæri til að gera upp húsgagn undir handleiðslu kennara. ATH: nemendur taki með sér minni hlut eins og stóla eða lítið borð. Eingöngu er unnið með timbrið á þessu námskeiði.
Dags: 1, 8. og 15.febrúar kl 10-12.
Tvö pláss laus.
Skráning inni á https://rosenborg.felog.is/ eða á Punktinum Rósenborg.

Share

Gleðilegt nýtt ár!

Punkturinn opnar aftur eftir jólafrí á morgun fimmtudaginn 12. Janúar kl. 9.

Við byrjuðum nýtt ár á að undirbúa námskeið og annað skemmtilegt sem verður á döfinni hjá okkur á þessari önn. Úrval námskeiða finnið þið undir flipanum námskeið í boði.

Einnig er gaman að segja frá því að við vorum að fá tvo nýja rennibekki í smíðastofuna okkar og er öll aðstaða þar til fyrirmyndar.

Eins viljum við leggja áheyrslu á að Punkturinn er opin fyrir alla og aðeins er greitt fyrir afnot að vinnustofum, tækjum og efni, sem þýðir að það er viðkomandi að kostnaðarlausu að koma t.d. með prjónana sína og garn til að vinna í sameiginlega rýminu okkar. Við hvetjum því alla til að koma og hitta annað skemmtilegt fólk.

Hlökkum til að sjá ykkur 🙂

Share

Gleðileg Jól!

Kæru vinir. Þá er Punkturinn er farinn í jólafrí. lw2640

Við opnum aftur fimmtudaginn 12.janúar kl 09:00.
Við óskum ykkur gleðilegra jóla og vonumst til að sjá ykkur sem flest á nýju ári.

Jólakveðja, starfsfólk Punktsins.

Share