Þrjú spennandi námskeið sem byrja fimmtudaginn 26. apríl.

 

 

Hnýtingar – Trérennsli – Húsgagnaviðgerðir … þessi þrjú frábæru námskeið byrja fimmtudaginn 26 apríl.
Á þessum námskeiðum er fagmennskan í fyrirrúmi enda kennararnir okkar miklir snillingar.

 

Hnýtingar.
Það kemur allt aftur í tísku …. og nú er það að hnýta hengi og veggteppi í nýtísku stíl til að fegra heimilið.
Kennari : Ragnheiður Guðmundsdóttir.
Kvöldnámsk: 26.apríl, 3. og 10.maí kl. 20-21:30
Verð 9000,-

Trérennsli fyrir byrjendur
Á þessu námskeiði verða kennd undirstöðuatriði trérennslis.
Kennari: Þorleifur Jóhannsson
Kvöldnámskeið : 26. apríl og 3. mai kl. 20:00 – 21:30.
Verð 14.000,-

Húsgagnaviðgerðir
Áttu gamla mublu sem þig langar til að hressa upp á? Á þessu námskeiði gefst þér tækifæri til að gera upp húsgagn undir handleiðslu kennara. ATH: nemendur taki með sér minni hlut eins og stól eða lítið borð. Eingöngu er unnið með timbrið á þessu námskeiði.
Kennari: Guðrún Björg Eyjólfsdóttir
Kvöldnámskeið: 26. apr 3. og 17 maí kl.17-19
Verð: 18.000.-

Frekari upplýsingar í síma 460-1244 og skráning á https://rosenborg.felog.is

 

 

Share

Apríl :)

Og apríl kemur oft með blíðu
og eyrun greina fuglasöng
er sólarljósið sendir þíðu
þá sest að dægrin verða löng.

Að vetri ljúki, víst við þráum
og vegleg páskahelgin er.
Við sumardaginn fyrsta fáum
þótt finnist klakabrynja hér.

Share