Húsgagnaviðgerðir – Dagnámskeið.
Áttu gamla mublu sem þig langar til að hressa upp á? Á þessu námskeiði gefst þér tækifæri til að gera upp húsgagn undir handleiðslu kennara. ATH: nemendur taki með sér minni hlut eins og stóla eða lítið borð. Eingöngu er unnið með timbrið á þessu námskeiði.
Dags: 1, 8. og 15.febrúar kl 10-12.
Tvö pláss laus.
Skráning inni á https://rosenborg.felog.is/ eða á Punktinum Rósenborg.

Share

Gleðilegt nýtt ár!

Punkturinn opnar aftur eftir jólafrí á morgun fimmtudaginn 12. Janúar kl. 9.

Við byrjuðum nýtt ár á að undirbúa námskeið og annað skemmtilegt sem verður á döfinni hjá okkur á þessari önn. Úrval námskeiða finnið þið undir flipanum námskeið í boði.

Einnig er gaman að segja frá því að við vorum að fá tvo nýja rennibekki í smíðastofuna okkar og er öll aðstaða þar til fyrirmyndar.

Eins viljum við leggja áheyrslu á að Punkturinn er opin fyrir alla og aðeins er greitt fyrir afnot að vinnustofum, tækjum og efni, sem þýðir að það er viðkomandi að kostnaðarlausu að koma t.d. með prjónana sína og garn til að vinna í sameiginlega rýminu okkar. Við hvetjum því alla til að koma og hitta annað skemmtilegt fólk.

Hlökkum til að sjá ykkur 🙂

Share