Sumarlokun Punktsins.

Góðan dag kæru vinir.
Eins og flestir vita þá tók bæjarráðið okkar þá góðu ákvörðun að fresta flutningi Punktsins upp í Víðilund tímabundið og erum við mjög glöð með þá ákvörðun.
Punkturinn hefur vaxið og dafnið og breyst heilmikið síðustu ár og er ótrúlega mörgu fólki dýrmætur og ekki síst núna þegar þrengir að fólki vegna atvinnumissis og fleira sem fylgir Covid.
Nú er sumarlokun Punktsins skollinn á og vonum við að sumarið verði öllum gott og að veðrið leiki við okkur því við eigum það svo sannarlega skilið eftir þennan erfiða og skrýtna vetur.
Punkturinn opnar aftur 14. september kl. 13:00
.
Hér er bókun bæjarráðs:
Bæjarráð samþykkir með fimm samhljóða atkvæðum, í ljósi þess ástands sem ríkir, að falla tímabundið frá flutningi á rekstri Punktsins frá Rósenborg yfir í Víðilund.

Sumarkveðja til ykkar frá starfsfólki Punktsins.

Share

Opnum 4. maí kl. 13:00.

 

Punkturinn opnar aftur 4. mai kl. 13.00.
Við munum passa vel upp á tveggja metra regluna og vera dugleg að spritta okkur og umhverfið okkar 🙂
Hlökkum mikið til að taka á móti ykkur.
Kveðja frá starfsfólki.

Share

Bráðum koma blessuð jólin …

Jólalokun á Punktinum verður föstudaginn 20. des. kl. 12:00.
Síðasta kvöldopnun á fimmtudögum var í dag 12. des og verður því opið fimmtudaginn 19. des frá kl. 9:00 – 17:00.
Opnun á nýju ári verður auglýst síðar.

Share