Múr – Sto – Signature.

Múr – Sto-signature. Leikið með áferð.
Langar þig að læra að gera húsgögn eða nánast hvað sem er með múr áferð, smíða t.d. sófaborð með steypu / múr áferð eða eldhúsbekkinn. Þetta er auðveldara en þú heldur! Á þessu námskeiði verður farið yfir hvernig hægt er að nota múrin og fá mismunandi áferðir, við munum múra frístandandi vegghillur sem fólk getur síðan tekið með sér heim og svo einnig má endilega fólk koma með eitthvað nett að heiman sem það vill fríska uppá.. t.d. keramik skál (dautt efni)
Útkoman er ótrúlega smart … hrá …grá og hrikalega töff.
Kennari : Guðlaugur Hólm Guðmundsson.
Tími 19 – 21 – 26 mars kl. 18:30 – 20:00 ( mögulega einn tími í viðbót ef þarf )
Verð 19.500,-
Skráning á rosenborg.felog.is
Og ekki er verra að flest öll stéttarfélög niðurgreiða námskeið sem þetta fyrir félagsmenn sína.

Share