Þekkir þú munin á spýtu og kubb.

Kannski jólagjöf sem hentar honum/henni 🙂
Þekkir þú muninn á spýtu og kubb?
Jóhann Sigurjónsson hefur rennt listmuni í tré til fjölda ára. Hann hefur safnað að sér talsvert af mismunandi viðartegunum í gegnum árin og hefur mikla þekkingu á þessu sviði. Við erum svo heppin að geta boðið upp á þetta einstaka námskeið þar sem hann kennir okkur að þekkja hinar ýmsu viðartegundir. Hann mun fræða okkur um nytjavið úr íslenskri náttúru, þær viðartegundir sem hægt er að kaupa hér á Íslandi og einnig kemur hann með sýnishorn af fágætari harðviðartegundum úr hans einkasafni.
Þetta námskeið er tilvalið fyrir hvern þann sem vinnur með timbur hvort sem það er í leik eða starfi.
Námskeiðið er ein kvöldstund frá kl. 19-22. fimmtudaginn 7. febrúar 2019.
Þú einfaldlega skráir viðkomandi inn á https://rosenborg.felog.is/ og gefur staðfestinguna sem þú prentar út í jólagjöf.
Verð 4.900,-

Námskeið sem enginn má láta fram hjá sér fara.

Share