Sumarlokun Punktsins.

Kæru vinir, nú er komið að sumarlokuninni okkar og viljum við þakka fyrir frábæra vorönn.
Við náðum að bjóða upp á mörg ný og spennandi námskeið og skilaði það sér svo sannarlega vel því það var metaðsókn á námskeiðin okkar.
Eins var mjög góð aðsókn á barnanámskeiðin okkar og náðum við að koma öllum börnunum að, eins þeim sem voru á biðlista, svo það voru allir glaðir og sáttir.
Við viljum þakka öllum okkar frábæru kennurum sem unnu með okkur og héldu metnaðarfull og fagleg námskeið hér á Punktinum bæði barna og fullorðins.
Takk takk þið eruð frábær.

Opnum kát og hress í 13. september.
Sumarkveðja frá starfsfólki Punktsins.

Share