Körfugerð.

Alltaf að bætast ný og flott námskeið hjá okkur.
Körfugerð þar sem eru fléttaðar laukkörfur … dásamlega fallegar og eins námskeið þar sem kennt er að flétta fallegar körfur undir epli eða bara undir prjónana.
Kennari á þessum frábæru námskeiðum er Karín Sveinbjörnsdóttir.
Eplakarfa/prjónakarfa = 8 og 15. mars kl. 18 – 21.00
Verð kr.15.000,- og er efni innifalið í námskeiðsgjaldinu.
Laukkarfa = 22. mars kl. 18:00 – 22:00.
Verð er krónur 9.000,-
Skráning er í síma 460-1244 eða á https://rosenborg.felog.is/.
Ath. flest stéttarfélög greiða náskeiðsgjaldið fyrir félagsmenn sína.

Share

Námskeið á næstunni ….

Hvernig væri að breyta til í skammdeginu og skella sér á námskeið og læra eitthvað nýtt og skemmtileg.
Við erum með stútfulla dagskrá af metnaðarfullum og flottum námskeiðum.
Og ath. að flest stéttarfélög niðurgreiða námskeið fyrir sitt fólk.
Næstu námskeið hér á Punktinum eru : Byrjendahekl og prjón.
Glerbræðsla , Hnýtingarnámskeið og Trérennibekkur.
Skráning á https://rosenborg.felog.is/ og í síma 460-1244.

Byrjendahekl og prjón.

Hnýtingar.

 

Share

Sýnikennsla í trérennsli :)

Sýnikennsla í trérennsli

með Jóhanni Sigurjónssyni

16.nóvember kl 19:30

Jóhann hefur staðið við rennibekkinn undanfarin 25 ár og hefur þróað með sér ýmsar aðferðir við iðju sína.

Þessa kvöldstund ætlar Jóhann að renna lítinn hlut og nota 7 mismunandi járn við það. Hann mun fara yfir öryggisatriði, járn og brýningar, pússun og lokameðferð.

Í lokin verður svo farið í heimsókn í

Gallerí 16, í kjallaranum hjá Jóhanni.

Skráning á Punktinum, Rósenborg

eða inni á rosenborg.felog.is

Verð 4900,-

…allir velkomnir og líka gömlu, sérvitru kallarnir

Share

Sushi – sushi – sushi ……

Sushi – námskeið.

Viltu eiga frábæra kvöldstund með skemmtilegu fólki og læra að gera sushi eins og þeir bestu gera það……

þá er Viktor Guðbrandsson fagmaður í sushigerð sá rétti, sushiið hans er guðdómlegt J. Hann vinnur aðeins með úrvals hráefni og kennir fagleg vinnubrögð.

Þú kemur með uppáhalds hnífinn þinn með þér, lærir tæknina og ferð heim með þrjár ljúfengar rúllur.

Námskeiðið er ein kvöldstund frá klukkan 20:00 – 22:00.

Verð 7.500,-

Bjóðum uppá tvö námskeið til að byrja með þau verða dagana 9.nóv og 16.nóv.

Skráning og frekari upplýsingar eru í síma 460-1244 og á https//rosenborg.felog.is/

 

Share