Útsaumsnámskeið …..

Frábært tækifæri.

Útsaums námsskeið fyrir alla sem hafa áhuga, byrjendur og lengra komna, einstaklings bundin kennsla. Ætla að bjóða upp á kennslu við að “ prikka “ og yfirfæra mynstur á efni. Mismunandi hul-földun, kantar og grunnar. Stafa merkingar saumaðar með mismunandi aðferðum.

Er með sýnishorn af smáhlutum t.d til jólagjafa. Möguleiki á að koma með hálfkláraða vinnu og rifja upp. Er með efni, garn og sem til þarf til sölu, en endilega taka með sér það sem þið eigið til útsaums. Efnis gjald frá 2000kr.

Námskeiðið verður haldið 23 og 24 október kl. 17:00-22:00 í Víðilundi 22 félagsmiðstöð.

Bjóðum upp á léttan kvöldverð.

Hlakka til að taka sporin með ykkur ? Með bestu kveðju Björk Ottósdóttir útsaums kennari Skals Design og Håndarbejdsskole. Danmörk. Námskeiðsgjald er 22.000,- Ath. að flest stéttarfélög niðurgreiða námskeiðsgjöld fyrir félagsmenn sína.

 

Share

Haust 2017.

Námskeið 2017.

 

· Byrjendaprjón

· Byrjendahekl

· Glerbræðsla

· Útskurður í málningarstriga

· Húsgagnaviðgerðir

· Sushigerð (já sushi er handverk)

· Trérennsli fyrir byrjendur

· Að þora í sögina

· Rennilásahekl

· Sjalaprjón fyrir byrjendur

· Tálgun / útskurður

· Sólarlitun á textil

 

Ath! Von er á fleiri námskeiðum þegar líður á önnina. Frekari upplýsingar um námskeið eru á heimasíðu og á facebooksíðu Punktsins.

 

Skráning á námskeið er inni á

https://rosenborg.felog.is/

Share
Þá er loksins komið að því. Við opnum aftur eftir sumarfrí fimmtudaginn 14.september. Hlökkum til að sjá ykkur 😀

Autumn Leaves
Share

Bestu sumarkveðjur til ykkar kæru vinir Punktsins.
Takk fyrir dásamlegan vetur.
Sjáumst kát og hress í haust með fullt af nýjum hugmyndum í kollinum
Sumarkveðja frá Beggu, Arnari, Kollu, Guðrúnu Björgu, Ástu Rut og Höllu.

Share

KIMONO KIMONO KIMONO!

Lærðu að sauma kimono á einfaldan og fljótlegan hátt. Ekkert snið, aðeins klippt og saumað.

Næstu og jafnframt síðustu námskeiðin fyrir sumar
lokun eru 9. maí kl. 10-13 og 16.maí kl. 12-15. 1-2 pláss á hvoru námskeiði fyrir sig.

Komið er með efni að eigin vali en einnig er hægt að kaupa efni hjá okkur á Punktinum.
Mjög mikilvægt er að vera búin að velja efnið áður en námskeiðið byrjar

Verð: 8500 kr.-
Skráning: https://rosenborg.felog.is/
Frekari upplýsingar í síma 460-1244

Share