Haust – steypa.

Hvernig væri að byrja haustið á að fara á skemmtilegt steypu – námskeið.

Hauststeypa 19. og 26. september kl. 18:00 til 20:00
Á þessu námskeiði ætlum við að leika okkur aðeins með hin fagurlitu haustlauf sem eru allt í kring um okkur, gera skálar, platta og bara það sem okkur dettur í hug. Námskeiðið kostar kr. 8.000 og er allt efni innifalið

AUKANÁMSKEIÐ: 27.sept og 4.okt kl.10:00-12:00

Leiðbeinendur eru Guðrún og Kristín
Skráning á https://rosenborg.felog.is/

Share

Vorsteypa !!

Það er enn laus pláss á steypunámskeið sem haldið verður dagana 9.og 16.maí, kl 18-20. Námskeiðið kostar 8.000,- Allt efni innifalið.
Steyptir verða pottar, kertastjakar eða vasar. Einnig má koma með gamla blettótta dúka að heiman og steypa fallega potta úr þeim.
Leiðbeinendur eru: Guðrún Björg Eyjólfsdóttir og Kristín Sigtryggsdóttir. Skráning er inni á: https://rosenborg.felog.is/

Share

Frábært námskeið.

Handlitun á garni.
Nokkur laus pláss á þetta frábæra námskeið.

Á þessu námskeiði lærir þú að lita garn með sýrulitum (acid dyes) fræðist um leiðir til að festa litinn og mismunandi aðferðir sem gefa bandinu hin ýmsu litbrigði. Farið verður yfir aðferðir til að gera einlitt, marglitt og freknótt (speckeld) garn. Val verður um 2 gerðir af garni og fjölmargir litir í boði. Þáttakendur lita eina 100 gr. hespu sem þeir taka með sér heim.

Allur efniskostnaður innifalinn

Leiðbeinandi: Fanney Kristín Vésteinsdóttir
Kvöldnámskeið: 11. apríl kl. 18:00 – 21:00
Verð: 8.000.-

Skráning á https://rosenborg.felog.is/

Share