Vorsteypa !!

Það er enn laus pláss á steypunámskeið sem haldið verður dagana 9.og 16.maí, kl 18-20. Námskeiðið kostar 8.000,- Allt efni innifalið.
Steyptir verða pottar, kertastjakar eða vasar. Einnig má koma með gamla blettótta dúka að heiman og steypa fallega potta úr þeim.
Leiðbeinendur eru: Guðrún Björg Eyjólfsdóttir og Kristín Sigtryggsdóttir. Skráning er inni á: https://rosenborg.felog.is/

Share

Frábært námskeið.

Handlitun á garni.
Nokkur laus pláss á þetta frábæra námskeið.

Á þessu námskeiði lærir þú að lita garn með sýrulitum (acid dyes) fræðist um leiðir til að festa litinn og mismunandi aðferðir sem gefa bandinu hin ýmsu litbrigði. Farið verður yfir aðferðir til að gera einlitt, marglitt og freknótt (speckeld) garn. Val verður um 2 gerðir af garni og fjölmargir litir í boði. Þáttakendur lita eina 100 gr. hespu sem þeir taka með sér heim.

Allur efniskostnaður innifalinn

Leiðbeinandi: Fanney Kristín Vésteinsdóttir
Kvöldnámskeið: 11. apríl kl. 18:00 – 21:00
Verð: 8.000.-

Skráning á https://rosenborg.felog.is/

Share

Næstu námskeið.

Hreindýrshorn – skeftun.

Unnin eru dásamlega falleg höld úr hreindýrshorni sem sett eru á ostahnífa, tertuspaða, sallatáhöld eða annað.
Innifalið er allt efni í einn hlut.

Kennari : Súsanna Kristinsdóttir
Tími : 28 mars og 4 apríl kl. 18 – 21.
Verð : 15. 800,-

Múr – Sto-signature.
Leikið með áferð.

Langar þig að læra að gera húsgögn eða nánast hvað sem er með múr áferð, smíða t.d. sófaborð með steypu / múr áferð eða eldhúsbekkinn. Þetta er auðveldara en þú heldur! Á þessu námskeiði verður farið yfir hvernig hægt er að nota múrinn og fá mismunandi áferð, við munum múra vegghillu sem fólk getur síðan tekið með sér heim og svo einnig má fólk endilega koma með eitthvað nett að heiman sem það vill fríska uppá.. t.d. keramikskál (dautt efni)

Útkoman er ótrúlega smart … hrá …grá og hrikalega töff.

Kennari : Guðlaugur Hólm Guðmundsson.
Tími: 19. mars – 21. mar og 26 mars kl. 18:30 – 20:00 ( mögulega einn tími í viðbót ef þarf )
Verð 19.500,-

Fatasaumsnámskeið á Punktinum.

Áttu uppáhalds flík sem þig langar til að endurnýja, 
snið sem þig hefur lengi langað til að sauma eftir eða efni sem þig langar að sauma úr?
Á Punktinum er góð aðstaða til að sauma fatnað hvort sem þig langar að sauma leggings buxur, bol, kjól, peysu eða barnaföt.
Á þessu námskeiði verða gerð snið eftir flíkum eða tekin upp snið úr blöðum.
ATH. Nemendur geta komið með eigin efni eða keypt ódýr efni á staðnum.
Dagnámskeið: 19., 26. mars og 2.apríl kl. 14:00 -16:00
Kennari: Sigrún Ásmundsdóttir
Verð: 12.000

 

LEIRNÁMSKEIÐ FYRIR BYRJENDUR DAG-OG KVÖLDNÁMSKEIÐ

Á námskeiðinu verða kennd undirstöðuatriði í leirmótun, litanotkun og skreytingum á leir.
Dagnámskeið verður föstudagana 22. mars, 29. mars, 05. apríl, 12. apríl 
klukkan 9:30-11:30 
Kvöldnámskeið verður mánudaginn 8. april, 9. april, 15. april og 16. april
klukkan 17:15-19:15

Kennari : Gunnhildur Helgadóttir keramikhönnuður.

 

Skráning á námskeiðin er á https://rosenborg.felog.is/ allar frekari upplýsingar í síma 460 – 1244

Share

Múr – Sto – Signature.

Múr – Sto-signature. Leikið með áferð.
Langar þig að læra að gera húsgögn eða nánast hvað sem er með múr áferð, smíða t.d. sófaborð með steypu / múr áferð eða eldhúsbekkinn. Þetta er auðveldara en þú heldur! Á þessu námskeiði verður farið yfir hvernig hægt er að nota múrin og fá mismunandi áferðir, við munum múra frístandandi vegghillur sem fólk getur síðan tekið með sér heim og svo einnig má endilega fólk koma með eitthvað nett að heiman sem það vill fríska uppá.. t.d. keramik skál (dautt efni)
Útkoman er ótrúlega smart … hrá …grá og hrikalega töff.
Kennari : Guðlaugur Hólm Guðmundsson.
Tími 19 – 21 – 26 mars kl. 18:30 – 20:00 ( mögulega einn tími í viðbót ef þarf )
Verð 19.500,-
Skráning á rosenborg.felog.is
Og ekki er verra að flest öll stéttarfélög niðurgreiða námskeið sem þetta fyrir félagsmenn sína.

Share