Frábært námskeið.

Handlitun á garni.
Nokkur laus pláss á þetta frábæra námskeið.

Á þessu námskeiði lærir þú að lita garn með sýrulitum (acid dyes) fræðist um leiðir til að festa litinn og mismunandi aðferðir sem gefa bandinu hin ýmsu litbrigði. Farið verður yfir aðferðir til að gera einlitt, marglitt og freknótt (speckeld) garn. Val verður um 2 gerðir af garni og fjölmargir litir í boði. Þáttakendur lita eina 100 gr. hespu sem þeir taka með sér heim.

Allur efniskostnaður innifalinn

Leiðbeinandi: Fanney Kristín Vésteinsdóttir
Kvöldnámskeið: 11. apríl kl. 18:00 – 21:00
Verð: 8.000.-

Skráning á https://rosenborg.felog.is/

Share