Næstu námskeið ……….

 

Hér er alltaf líf og fjör, og skemmtilegt frá því að segja að það er búið að vera frábær mæting á námskeiðin okkar í vor. En við erum sko alls ekki hætt og eru næstu námskeið hjá okkur ….

Tálgun og útskurður.

Úr furutré, sem fann ég út við sjó
ég fugla skar og líka’ úr smiðjumó.
Í huganum til himins oft ég svíf
og hlýt að geta sungið í þá líf.

2 laus pláss á þetta frábæra námskeið 🙂

Hefst 7. 9. 14 og 16 mai.
Verð 18.000,-

 

 

Hjartaljós og kærleikskúlur. Þessar eru dásamlegar…. heklaðar kúlur sem fallegt er að setja seríu í.
Hefst 13. og 20. mars kl. 10 – 12.
Verð 6.000,-


Körfugerð. Gerðar eru dásamlega fallegar körfur undir laukinn eða bara það sem þig langar að nota körfurnar í.
Hefst 22. mars frá kl. 18 – 22.
Verð 9.000,-

 

Mosaik. Á þessu námskeiði tökum við gamalt leirtau, slípaða steina, skeljar, tölur og fleira fallegt og setjum á gömlu lúnu leirpottana og breytum þeim í fallegt handverk sem sómir sér vel undir sumarblómin, kryddjurtirnar eða annað sem okkur langar.
Hefst 20 m 10. 17. 24 apríl frá kl. 10 – 12.
Verð 14.000

 

Gróðurkassi fyrir ræktun. Búðu til þinn eigin gróðurkassa og ræktaðu ljúffeng jarðaber eða annað góðgæti í sumar.
Fáum til okkar frábæran og fróðan mann í síðasta tíma sem leiðbeinir um réttu vinnubrögðin við ræktun.
Hefst  10.17. og 24. apríl kl. 17 – 19.
Verð = 12.000,-

 

Húsgagnaviðgerðir. Á þessu námskeiði lærir þú að meðhöndla og gera við margskonar viðartegundir. Þú kemur með einn hlut sem ekki er stærri en að þú getir haldið á honum 🙂 og gerir hann eins og nýjan.
Hefst 26. apríl 3 og 17 mai.kl. 17 – 19.
Verð 18.000,-

 

Glerbræðsla Dagnámskeið hefst 13. 15. og 20. mars frá  kl. 10-12. Verð 17.000,-

 

Sérsmíðaðir myndarammar. Það er frábært að geta smiðað sína eigin trémyndaramma og auðvitað kennum við þér það á stuttu og skemmtilegu námskeið.
Hefst : 20. mars kl. 17 – 19.
Verð 4.500,- 

Trérennsli / rennibekkur. Laust á seinasta námskeið þessarar annar …..
Hefst 26. apríl og 3. mai kl. 20 – 21:30.
Verð 14.000,-

Byrjendahekl og prjón. Nú er engin maður með mönnum nema að kunna að hekla og eða prjóna en það er nú lítið mál því við erum með frábæran kennara sem reddar því.
Hefst 22. mars 5 og 12 apríl.
KL. 19:30 – 21:00
Verð 8.000,-

Hnýtingar. Það var dásamlegt að fylgjast með fyrsta hópnum á þessu námskeiði og mikið hlegið og síðan en ekki síst geggjuð smart hengi á vegg og undir blómapotta búin til.
Hefst 26. apríl 3 og 10 mai. kl. 20 – 21:30
Verð 9.000,-

Smíðastofa … pantaðu hjá okkur einkatíma og við kennum þér að nota tæki og tól svo þú getir komið og unnið sjálfstætt.

Share