Frábært tækifæri.
Útsaums námsskeið fyrir alla sem hafa áhuga, byrjendur og lengra komna, einstaklings bundin kennsla. Ætla að bjóða upp á kennslu við að “ prikka “ og yfirfæra mynstur á efni. Mismunandi hul-földun, kantar og grunnar. Stafa merkingar saumaðar með mismunandi aðferðum.
Er með sýnishorn af smáhlutum t.d til jólagjafa. Möguleiki á að koma með hálfkláraða vinnu og rifja upp. Er með efni, garn og sem til þarf til sölu, en endilega taka með sér það sem þið eigið til útsaums. Efnis gjald frá 2000kr.
Námskeiðið verður haldið 23 og 24 október kl. 17:00-22:00 í Víðilundi 22 félagsmiðstöð.
Bjóðum upp á léttan kvöldverð.
Hlakka til að taka sporin með ykkur ? Með bestu kveðju Björk Ottósdóttir útsaums kennari Skals Design og Håndarbejdsskole. Danmörk. Námskeiðsgjald er 22.000,- Ath. að flest stéttarfélög niðurgreiða námskeiðsgjöld fyrir félagsmenn sína.