Sýnikennsla í trérennsli :)

Sýnikennsla í trérennsli

með Jóhanni Sigurjónssyni

16.nóvember kl 19:30

Jóhann hefur staðið við rennibekkinn undanfarin 25 ár og hefur þróað með sér ýmsar aðferðir við iðju sína.

Þessa kvöldstund ætlar Jóhann að renna lítinn hlut og nota 7 mismunandi járn við það. Hann mun fara yfir öryggisatriði, járn og brýningar, pússun og lokameðferð.

Í lokin verður svo farið í heimsókn í

Gallerí 16, í kjallaranum hjá Jóhanni.

Skráning á Punktinum, Rósenborg

eða inni á rosenborg.felog.is

Verð 4900,-

…allir velkomnir og líka gömlu, sérvitru kallarnir

Share

Sushi – sushi – sushi ……

Sushi – námskeið.

Viltu eiga frábæra kvöldstund með skemmtilegu fólki og læra að gera sushi eins og þeir bestu gera það……

þá er Viktor Guðbrandsson fagmaður í sushigerð sá rétti, sushiið hans er guðdómlegt J. Hann vinnur aðeins með úrvals hráefni og kennir fagleg vinnubrögð.

Þú kemur með uppáhalds hnífinn þinn með þér, lærir tæknina og ferð heim með þrjár ljúfengar rúllur.

Námskeiðið er ein kvöldstund frá klukkan 20:00 – 22:00.

Verð 7.500,-

Bjóðum uppá tvö námskeið til að byrja með þau verða dagana 9.nóv og 16.nóv.

Skráning og frekari upplýsingar eru í síma 460-1244 og á https//rosenborg.felog.is/

 

Share

Útsaumsnámskeið …..

Frábært tækifæri.

Útsaums námsskeið fyrir alla sem hafa áhuga, byrjendur og lengra komna, einstaklings bundin kennsla. Ætla að bjóða upp á kennslu við að “ prikka “ og yfirfæra mynstur á efni. Mismunandi hul-földun, kantar og grunnar. Stafa merkingar saumaðar með mismunandi aðferðum.

Er með sýnishorn af smáhlutum t.d til jólagjafa. Möguleiki á að koma með hálfkláraða vinnu og rifja upp. Er með efni, garn og sem til þarf til sölu, en endilega taka með sér það sem þið eigið til útsaums. Efnis gjald frá 2000kr.

Námskeiðið verður haldið 23 og 24 október kl. 17:00-22:00 í Víðilundi 22 félagsmiðstöð.

Bjóðum upp á léttan kvöldverð.

Hlakka til að taka sporin með ykkur ? Með bestu kveðju Björk Ottósdóttir útsaums kennari Skals Design og Håndarbejdsskole. Danmörk. Námskeiðsgjald er 22.000,- Ath. að flest stéttarfélög niðurgreiða námskeiðsgjöld fyrir félagsmenn sína.

 

Share