Við erum svo einstaklega heppin að til okkar er að koma Perla Hafsteinsdóttir menntaður tekstilkennari frá Tekstilsemenariet i Viborg( áður i Skals) og verður hún kennari á þessu námskeiði. Perla er að eigin sögn handóð húsmóðir, hefur gaman af allri handavinnu en er mest í hekli, prjóni og útsaum.
Á þessu útsaumsnámskeið verður kennt tild. húllsaumur, frjáls spor, frágangur, flatsaumur, hnútar, kantar og fleira sem upp á borðið kemur.
Þáttakendur eru hvatti…r til að taka með sér „allt mögulegt eins og
nálar af mismunandi stærdum og gerdum, útsaumsrammi ef til er og lítil skæri.
Garn, ef til er, bæði DMC og ull og svo sem bara allt sem gæti verið gaman að nota.
Efni til ad sauma í, einlitt og röndótt, gæti verid t.d. hörefni, bómull/hör efni, ullarefni. Hægt er að sauma í viskastykki, föt og svo margt annað.
Perlur af ýmsum gerðum og stærðum og einnig palliettur ef til er.
Hentar jafnt byrjendum sem lengra komnum.
Kennt verður 29, 30, 31 mars og 1 apríl frá kl 17 til 20/30.
Verð krónur 19.000.
Ef þig hefur alltaf langað til að læra útsaum þá er ekki eftir neinu að bíða.