Tálgun, fígúrur og fuglar!

12042822_1672745276280904_5129153955892586669_nÞetta frábæra námskeið byrjar í næstu viku!

Laust fyrir tvo vini, skráið ykkur strax!img_6142

Skráning fer fram á:

https://rosenborg.felog.is

Tálgun – Fígúrur og fuglar, kvöldnámskeið

Tálgun fyrir byrjendur og lengra komna. Áhersla verður á tálgun úr linditré.

Tálgaðar fallegar fígúrur og/eða fuglar.

Kennari: Ólafur Sveinsson kennari

Kvöldnámskeið:  4, 6, 11, og 13. okt

kl.19-21

Verð: 16.000.-

FacebookPinterestDeila

Opnum aftur þann 19. sept kl. 13:00!

punkturinn-mynd2Opnunardagur hjá okkur hér á Punktinum verður mánudagurinn 19. september kl 13.00.

Opið hús: klukkan 18.00 til 20.00 kennarar og leiðbeinendur kynna námskeiðin sín og eru allir velkomnir til okkar í kaffi og léttar veitingar, skoða staðinn og fá upplýsingar um hvað er í boði þessa önn.

Þetta er seinkun á áður sögðum tíma en vegna framkvæmda hér er því miður ekki hægt að opna fyrr ( erum samt búnar að blikka alla iðnaðarmenn )
Hlökkum mikið til að sjá ykkur!

 

Sumarlokun á Punktinum

Kæru vinir!

Nú líður að sumarlokun hjá okkur á Punktinum og við opnum aftur um miðjan september með fullt af spennandi námskeiðum og skemmtilegheitum!

Hlökkum til að sjá ykkur á nýrri önn og vonum að sumarið fari vel með ykkur :)

Bestu kveðjur til ykkar, starfsfólk Punktsins

Velkomin á nýju heimasíðuna okkar

frjals sporÚtsaumsnámskeið

Við erum svo einstaklega heppin að til okkar er að koma Perla Hafsteinsdóttir menntaður tekstilkennari frá Tekstilsemenariet i Viborg( áður i Skals) og verður hún kennari á þessu námskeiði. Perla er að eigin sögn handóð húsmóðir, hefur gaman af allri handavinnu en er mest í hekli, prjóni og útsaum.
Á þessu útsaumsnámskeið verður kennt tild. húllsaumur, frjáls spor, frágangur, flatsaumur, hnútar, kantar og fleira sem upp á borðið kemur.
Þáttakendur eru hvattir til að taka með sér „allt mögulegt eins og
nálar af mismunandi stærdum og gerdum, útsaumsrammi ef til er og lítil skæri.
Garn, ef til er, bæði DMC og ull og svo sem bara allt sem gæti verið gaman að nota.
Efni til ad sauma í, einlitt og röndótt, gæti verid t.d. hörefni, bómull/hör efni, ullarefni. Hægt er að sauma í viskastykki, föt og svo margt annað.
Perlur af ýmsum gerðum og stærðum og einnig palliettur ef til er.

Hentar jafnt byrjendum sem lengra komnum.
Kennt verður 29, 30, 31 mars og 1 apríl frá kl 17 til 20/30.
Verð krónur 19.000.

Ef þig hefur alltaf langað til að læra útsaum þá er ekki eftir neinu að bíða.